Virgil van Dijk fer „íslensku leiðina“ með treyjunafnið sitt vegna föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 10:00 Virgil van Dijk er með Virgil nafnið aftan á Liverpool keppnistreyju sinni. EPA-EFE/PETER POWELL Glöggir knattspyrnuáhugamenn hafa tekið eftir því að það stendur „Virgil“ en ekki „Van Dijk“ aftan á treyju eins besta leikmanns Englandsmeistara Liverpool. Nær allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru með eftirnafnið sitt á keppnistreyjunni en einn af þeim stóru í deildinni fer aftur á móti aðra leið eða sömu leið og við gerum hér á Íslandi. Nokkrir pirraðir stuðningsmenn Liverpool keyptu sér treyju með „Van Dijk“ aftan á þegar hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma en sáu svo hetjuna sína halda á Liverpool treyju með „Virgil“ aftan á. Virgil van Dijk vill nefnilega ekki nota eftirnafnið sitt á Liverpool treyjunni og það er ástæða fyrir því ef marka má viðtal við frænda hans. Devastating 'family feud' that stops Liverpool's Virgil van Dijk having surname on shirt https://t.co/lBYdaLMgjv pic.twitter.com/MQyyAn2z3h— Mirror Football (@MirrorFootball) July 11, 2020 Móðurbróðir Virgil van Dijk heitir Steven Fo Sieeuw og hann sagði Sun söguna á bak við það af hverju hollenski miðvörðurinn vill ekki nota nafn föðurs síns. Faðir Virgil van Dijk yfirgaf fjölskylduna þegar Virgil var aðeins tólf ára gamall og hann hefur ekki enn fyrirgefið hinum það. „Virgil hefur náð ótrúlegum árangri í sínu lífi miðað við það sem hefur gengið á í fjölskyldu hans. Hið sanna er að faðir hans var ekki til staðar á mikilvægum árum í hans lífi og það móðir hans sem er hetjan í þessari sögu,“ sagði Steven Fo Sieeuw. Faðir Virgil van Dijk er Hollendingur en móðir hans er frá Súrínam sem er fyrrum hollensk nýlenda (Hollensku Gvæjana) en nú sjálfstætt ríki á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975 en Van Dijk er fæddur árið 1991. „Þú tekur ekki nafn föður þíns af keppnistreyjunni þinni af ástæðulausu og Virgil hefur látið það skýrt í ljós hvernig honum líður,“ sagði Fo Sieeuw. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Glöggir knattspyrnuáhugamenn hafa tekið eftir því að það stendur „Virgil“ en ekki „Van Dijk“ aftan á treyju eins besta leikmanns Englandsmeistara Liverpool. Nær allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru með eftirnafnið sitt á keppnistreyjunni en einn af þeim stóru í deildinni fer aftur á móti aðra leið eða sömu leið og við gerum hér á Íslandi. Nokkrir pirraðir stuðningsmenn Liverpool keyptu sér treyju með „Van Dijk“ aftan á þegar hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma en sáu svo hetjuna sína halda á Liverpool treyju með „Virgil“ aftan á. Virgil van Dijk vill nefnilega ekki nota eftirnafnið sitt á Liverpool treyjunni og það er ástæða fyrir því ef marka má viðtal við frænda hans. Devastating 'family feud' that stops Liverpool's Virgil van Dijk having surname on shirt https://t.co/lBYdaLMgjv pic.twitter.com/MQyyAn2z3h— Mirror Football (@MirrorFootball) July 11, 2020 Móðurbróðir Virgil van Dijk heitir Steven Fo Sieeuw og hann sagði Sun söguna á bak við það af hverju hollenski miðvörðurinn vill ekki nota nafn föðurs síns. Faðir Virgil van Dijk yfirgaf fjölskylduna þegar Virgil var aðeins tólf ára gamall og hann hefur ekki enn fyrirgefið hinum það. „Virgil hefur náð ótrúlegum árangri í sínu lífi miðað við það sem hefur gengið á í fjölskyldu hans. Hið sanna er að faðir hans var ekki til staðar á mikilvægum árum í hans lífi og það móðir hans sem er hetjan í þessari sögu,“ sagði Steven Fo Sieeuw. Faðir Virgil van Dijk er Hollendingur en móðir hans er frá Súrínam sem er fyrrum hollensk nýlenda (Hollensku Gvæjana) en nú sjálfstætt ríki á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975 en Van Dijk er fæddur árið 1991. „Þú tekur ekki nafn föður þíns af keppnistreyjunni þinni af ástæðulausu og Virgil hefur látið það skýrt í ljós hvernig honum líður,“ sagði Fo Sieeuw.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira