Íslenski boltinn

Sjáðu hvernig Eyjamenn töpuðu sínum fyrstu stigum í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ingason fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir ÍBV.
Jón Ingason fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir ÍBV. Skjámynd/S2 Sport

Grindvíkingar mættu baráttuglaðir til Vestmannaeyja um helgina og höfðu með sér stig til baka. Um leið urðu þeir fyrsta liðið til að taka stig af Eyjamönnum í Lengjudeildinni í sumar.

Eyjamenn voru búnir að vinna fyrstu fjóra deildarleiki sumarsins en Grindvíkingar eru að koma til baka eftir tap í fyrsta leik og hafa náð stigum á móti ÍBV og Keflavík í síðustu leikjum sínum.

Í raun voru það Eyjamenn sem björguðu stiginu í leiknum á Hásteinsvelli í gær því Grindvíkurliðið komst yfir og var yfir í hálfleik.

Stefán Ingi Sigurðarson kom Grindavík í 1-0 á 23. mínútu eftir frábæran undirbúning Finnans Elias Alexander Tamburini.

Grindvíkingar voru yfir í 44 mínútur eða þar til að Jón Ingason jafnaði leikinn með frábæru skoti.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá því helsta sem gerðist í leik ÍBV og Grindavíkur sem var sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×