Íslenski boltinn

Sjáðu hvernig Eyjamenn töpuðu sínum fyrstu stigum í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ingason fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir ÍBV.
Jón Ingason fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir ÍBV. Skjámynd/S2 Sport

Grindvíkingar mættu baráttuglaðir til Vestmannaeyja um helgina og höfðu með sér stig til baka. Um leið urðu þeir fyrsta liðið til að taka stig af Eyjamönnum í Lengjudeildinni í sumar.

Eyjamenn voru búnir að vinna fyrstu fjóra deildarleiki sumarsins en Grindvíkingar eru að koma til baka eftir tap í fyrsta leik og hafa náð stigum á móti ÍBV og Keflavík í síðustu leikjum sínum.

Í raun voru það Eyjamenn sem björguðu stiginu í leiknum á Hásteinsvelli í gær því Grindvíkurliðið komst yfir og var yfir í hálfleik.

Stefán Ingi Sigurðarson kom Grindavík í 1-0 á 23. mínútu eftir frábæran undirbúning Finnans Elias Alexander Tamburini.

Grindvíkingar voru yfir í 44 mínútur eða þar til að Jón Ingason jafnaði leikinn með frábæru skoti.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá því helsta sem gerðist í leik ÍBV og Grindavíkur sem var sýndur beint á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.