Erlent

Ranglega greint frá andláti þingmanns

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
John Lewis er ekki látinn.
John Lewis er ekki látinn. Jeff Hutchens/Getty

Alma Adams, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins, hefur beðist afsökunar eftir að hún deildi grein þar sem sagt var frá því að samflokksmaður hennar í fulltrúadeildinni, John Lewis, væri látinn af völdum krabbameins. Vissulega er rétt að Lewis greindist með krabbamein á síðasta ári, en hann er hins vegar enn á lífi.

„Ég bið John Lewis, fjölskyldu hans og starfsfólk, innilegrar afsökunar á þeim röngu upplýsingum sem birtust á samfélagsmiðlum okkar í dag. Lewis þingmaður er einn vina minna og hetja og ég er fegin að vita að hann er heima hjá sér að hvílast,“ tísti Adams.

Starfsmannastjóri Adams, Sam Spencer, hefur tekið alla ábyrgð á málinu.

„Þetta hefði aldrei átt að gerast. Ég vil nýta tækifærið og biðja John Lewis afsökunar og öll sem voru jafn sorgmædd og ég þegar þau heyrðu af þessu gabbi.“

Ekki liggur fyrir hvaða miðill var fyrstu til þess að greina ranglega frá andláti Lewis en The Sun er meðal þeirra sem birtu fréttir þess efnis að hann væri látinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×