Veður

Sums staðar hellidembur í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðrið á hádegi í dag.
Veðrið á hádegi í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Vænta má suðvestlægrar eða breytilegrar áttar í dag, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Það verða 3 til 10 metrum á sekúndu og rigning eða súld með köflum. Úrkomulítið verður um landið norðaustanvert framan af degi, en skúrir þar síðdegis, sums staðar hellidembur. Hiti 10 til 20 stig í dag, og þá hlýjast norðaustantil.

Hér má nálgast veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á mánudag: Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og víða skúrir, einkum um landið N-vert. Hiti 9 til 16 stig.

Á þriðjudag: Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skúrir N-lands, en úrkomulítið S- og V-til fram á kvöld. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag: Sunnan 8-13 og rigning, en þurrt að kalla NA-til framan af degi. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast N-lands.

Á fimmtudag og föstudag: Suðlæg átt og skúrir, einkum S- og V-lands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Útlit fyrir austlæga átt og skúrir. Heldur kólnandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.