25 ár liðin frá voðaverkunum í Srebrenica Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 11:08 Konur kveikja á kertum í kirkjugarðinum fyrir alla þá sem létust í þjóðarmorðunum árið 1995 í Srebrenica. EPA/ FEHIM DEMIR Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica. Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica.
Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira