25 ár liðin frá voðaverkunum í Srebrenica Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 11:08 Konur kveikja á kertum í kirkjugarðinum fyrir alla þá sem létust í þjóðarmorðunum árið 1995 í Srebrenica. EPA/ FEHIM DEMIR Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica. Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica.
Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira