Íslenski boltinn

Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar

Ísak Hallmundarson skrifar

„Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 

Rúrik hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Danmörku og Þýskalandi en síðustu tvö ár var hann á mála hjá Sandhausen í Þýskalandi. Samningur hans við félagið rann út í sumar og enduðu mál hans hjá félaginu ekki vel.

„Stutta sagan er bara að ég ákvað í ljósi þess að við vorum beðnir um að taka á okkur launalækkun að mínum tuttugu prósentum væri betur varið í góðgerðarmál. Mér er svo sem illa við að þurfa að taka það fram. Það fór ekki betur en svo að ég var settur í æfingabann og sendur heim með hlaupaprógram og þurfti að hlaupa fyrir utan húsið mitt það sem eftir var tímabils.“

„Þetta fór fljótlega bara í gegnum lögfræðinga og þess vegna var erfitt að tjá sig um þetta. En þeir voru duglegir að fara í fjölmiðla og segja að ég væri ekki í leikformi og ég væri á eftir hinum í formi, sem ég held vonandi að þeir sem þekkja mig viti að svo er ekki,“ sagði Rúrik að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.