Búið er að draga í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Íslandsmeistarar Vals heimsækja bikarmeistara Selfoss heim.
Af þeim átta liðum sem voru í pottinum voru tvö lið sem leika í Lengjudeildinni á meðan hin sex leika í Pepsi Max deildinni.
ÍA og Haukar leika í Lengjudeildinni en þau fá verðugt verkefni í 8-liða úrslitum. Haukar heimsækja Þór/KA til Akureyrar. Gríðarsterkt lið Breiðabliks mætir svo ÍA upp á Skaga.
FH fær KR í heimsókn en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar framan af sumri. Svo heimsækja Íslandsmeistarar Vals bikarmeistara Selfoss heim.

8-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Þór/KA - Haukar
FH - KR
ÍA - Breiðablik
Selfoss - Valur
Leikirnir í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fara fram 11. og 12. ágúst næstkomandi. Úrslitaleikurinn verður svo á Laugardalsvelli laugardaginn 31. október.