Íslenski boltinn

Ó­sam­mála um at­vikið um­deilda í ný­liða­slagnum: „Er mest hissa á við­brögðum Guðna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru í settinu ásamt stjórnandanum Helenu Ólafsdóttur í gær.
Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru í settinu ásamt stjórnandanum Helenu Ólafsdóttur í gær. vísir/s2s

Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni.

Í fyrri hálfleik vildi FH fá víti er Birta Georgsdóttir féll í teignum eftir baráttu við markvörð Þróttar, Friðriku Arnardóttur, um boltann.

Mist fannst í fyrstu að um víti væri að ræða en skipti fljótt um skoðun eftir að hafa séð atvikið aftur.

„Þetta leit þannig út á vellinum og ég bar þetta undir fróðari menn því mér fannst erfitt að meta þetta. Ég er á því að þetta hafi verið rétt hjá dómaranum að dæma ekki víti en það er ofboðslega erfitt að sjá það. Ég hefði ekki verið hissa ef það hefði verið dæmt víti,“ sagði Mist.

Klippa: FH vill víti en fær rautt

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var allt annað en sáttur og fékk að líta gula spjaldið. Hann lét ekki segjast og fékk annað gult spjald stuttu síðar og þar með rautt.

„Ég er mest hissa á viðbrögðum Guðna. Hann eðlilega verður reiður og fær aðvörun. Í staðinn fyrir að bakka og róa sig, hann er búinn að fá að pústa, þá heldur hann áfram og fær rautt. Þú ert höfuð liðsins og eftir höfðinu dansa limirnir sagði einhver. Mér finnst þú þurfir að sýna betra fordæmi.“

Markahrókurinn fyrrverandi, Kristín Ýr, er á því að þetta hafi verið víti.

„Mér finnst þetta vera víti,“ sagði Kristín Ýr. „Hún snertir boltann en að blaka honum í burtu er full vel í lagt. Mér finnst reglan asnaleg. Ég talaði líka við mér vitrandi menn. Ég veit að reglan er þannig að hún er með hönd á boltanum en mér finnst það galið, því hún er augljóslega að ræna hana marktækifæri.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Víti?

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.