Enski boltinn

Gylfi fékk lof fyrir frammi­stöðuna: „Mikið betra en hann sýndi gegn Totten­ham“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í baráttunni í gær.
Gylfi í baráttunni í gær. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson fékk hrós fyrir sína innkomu í leiknum gegn Southampton í gærkvöldi er Everton og Southampton gerðu 1-1 jafntefli á Goodison Park.

Gylfi var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í 1-0 tapinu gegn Tottenham á mánudagskvöldið og hann byrjaði á bekknum í gær.

Honum var þó skipt inn á í fyrri hálfleik er hann kom inn í stað Andre Gomes og fékk Gylfi sex í einkunn fyrir frammistöðu sína í gær.

„Þetta var mikið betra en hann sýndi gegn Tottenham á mánudaginn. Sigurðsson var ákveðnari í tæklingunum, fann sendingarnar betur og hjálpaði liðinu að bæta leik sinn í síðari hálfleik,“ sagði í umfjöllun.

Seamus Coleman, Michael Keane, Lucas Digne, Anthony Gordon, Richarlison og Djibril Sidibe fengu sjö. Moise Kean, Tom Davies, Yerri Mina og Jordan Pickford fengu sex í einkunn. Enginn var slakari en Andre Gomes sem fékk fjóra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.