Íslenski boltinn

„Er ekki sam­mála þessum þjálfurum og það ekki í fyrsta skipti“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð Þór er ekki sammála þjálfurum deildarinnar og segir að það sé mikill gæðamunur á liðunum.
Davíð Þór er ekki sammála þjálfurum deildarinnar og segir að það sé mikill gæðamunur á liðunum. vísir/s2s

Davíð Þór Viðarsson, sparkspekingur og fyrrum knattspyrnumaður, segir að það sé mikill munur á „stóru“ sex liðunum og liðunum sex sem koma þar á eftir.

Margir hafa skipt Pepsi Max-deildinni upp í tvo hluta; efri hlutann sem skipar sex lið og neðri hlutann sem skipar einnig sex lið.

Guðmundur Benediktsson sagði í Pepsi Max-stúkunni í gær að hann hafi hitt marga þjálfara sem hefðu rætt við hann um að allir gætu tekið stig af öllum og deildin væri jafnari en menn tala um. Davíð er ekki sammála.

„Ég er ekki sammála þessum þjálfurum og það ekki í fyrsta skipti. Mér finnst vera mikill gæðamunur á þessum liðum og mér finnst það sýna sig á þessum leik,“sagði Davíð eftir 4-1 sigur Fylkis á KA í gær.

„Þetta var ekkert mjög mikið fyrir augað. Auðvitað fullt af mörkum og annað slíkt en gæðin ekki mjög mikil. Ég er ekki sammála því og mér finnst munur vera á þeim sex bestu og þeim sem koma þar fyrir neðan,“ sagði Davíð.

Hann segir einnig að Fylkismenn séu ekki nægilega góðir til þess að berjast við stóru sex liðin allt mótið um Evrópusæti.

„Nei, ekki í 22 leikjum. Það held ég ekki. Ég held að þeir séu ekki með nægilega góðan mannskap í að gera það,“ sagði Davíð.

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Davíð um Fylki og topp sexFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.