Enski boltinn

Ancelotti kom Gylfa til varnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson er í byrjunarliðinu í dag.
Gylfi Sigurðsson er í byrjunarliðinu í dag. vísir/getty

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, kom Gylfa Sigurðssyni til varnar á blaðamannafundi eftir leik liðsins gegn Tottenham fyrr í vikunni.

Everton tapaði 1-0 fyrir Tottenham á mánudagskvöldið en í gær spilaði liðið við Southampton á heimavelli þar sem Gylfi byrjaði á bekknum.

Blaðamenn spurðu Ancelotti út í frammistöðu Hafnfirðingsins og vitnuðu m.a. í orð Gary Neville, sparkspekings Sky Sports, þar sem hann talaði um slaka frammistöðu Ancelotti.

„Ég er ekki vanur að gagnrýna leikmenn mína á blaðamannafundum. Ég sá ekki að hann dró sig út úr tæklingunni,“ sagði Ancelotti í viðtali fyrir leikinn gegn Southampton.

„Gylfi er 100% atvinnumaður. Hann getur spilað vel og hann getur spilað illa. Við getum ekki rætt um hann sem atvinnumann því hann er frábær atvinnumaður.“

„Mögulega gat hann gert betur gegn Tottenham en allt liðið hefði getað gert betur. Núna er ekki rétti tíminn til þess að greina leikinn gegn Tottenham.“

„Ég hef talað við leikmennina og leikurinn gegn Tottenham er búinn. Ég sagði einnig við leikmennina að nú er mikilvægt að huga að næsta leik sem er erfiður leikur gegn sterku liði,“ sagði Ancelotti fyrir leik gærdagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.