Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 22:50 Úígúrskur aðgerðasinni mótmælir fyrir framan kínverska sendiráðið í Lundúnum. Getty/ David Cliff Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska stjórnmálamenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin geti ekki setið hjá aðgerðarlaus á meðan slíkur hryllingur á sér stað í vesturhluta Kína. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa hneppt þúsundir Úígúra í fangabúðir vegna kynþáttar þeirra og trúar. Viðskiptaþvingununum er beint sérstaklega gegn Chen Quanguo, leiðtoga kommúnistaflokksins í Xinjiang, og tveimur öðrum hátt settum mönnum. Úígúrar eru þjóðarbrot í norðvestanverðu Kína sem stjórnvöld hafa markvisst ofsótt vegna múslimatrúar þeirra. Fregnir hafa borist af risavöxnum fangabúðum í Xinjiang þar sem um milljón þeirra hafa verið send. Yfirvöld halda því fram að tilgangur búðanna sé að berjast gegn ofbeldisfullu trúarofstæki en vísbendingar eru um að fólk hafi verið sent í búðirnar fyrir það eitt að iðka trú sína. Chen er hæstsetti kínverski embættismaðurinn sem Bandaríkin hafa beitt þvingunum en hann er jafnan talinn arkitekt stefnu kínverskra stjórnvalda er varðar minnihlutahópa. Þá munu tveir aðrir embættismenn verða beittir þvingunum, það eru Wang Mingshan, yfirmaður almannavarnardeildar Xinjiang, og Zhu Hailun, fyrrum háttsettur embættismaður innan kommúnistaflokksins í Xinjiang. Mennirnir þrír fá því ekki að ferðast til Bandaríkjanna og allar þeirra eignir sem staðsettar eru á bandarískri grundu hafa verið frystar. Þá er einnig ólöglegt að eiga við þá og fyrrverandi öryggismálafulltrúann Huo Liujun, viðskipti. Huo er þó ekki meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá verður Almannavarnadeild Xinjiang einnig beitt þvingunum. Kína Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska stjórnmálamenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin geti ekki setið hjá aðgerðarlaus á meðan slíkur hryllingur á sér stað í vesturhluta Kína. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa hneppt þúsundir Úígúra í fangabúðir vegna kynþáttar þeirra og trúar. Viðskiptaþvingununum er beint sérstaklega gegn Chen Quanguo, leiðtoga kommúnistaflokksins í Xinjiang, og tveimur öðrum hátt settum mönnum. Úígúrar eru þjóðarbrot í norðvestanverðu Kína sem stjórnvöld hafa markvisst ofsótt vegna múslimatrúar þeirra. Fregnir hafa borist af risavöxnum fangabúðum í Xinjiang þar sem um milljón þeirra hafa verið send. Yfirvöld halda því fram að tilgangur búðanna sé að berjast gegn ofbeldisfullu trúarofstæki en vísbendingar eru um að fólk hafi verið sent í búðirnar fyrir það eitt að iðka trú sína. Chen er hæstsetti kínverski embættismaðurinn sem Bandaríkin hafa beitt þvingunum en hann er jafnan talinn arkitekt stefnu kínverskra stjórnvalda er varðar minnihlutahópa. Þá munu tveir aðrir embættismenn verða beittir þvingunum, það eru Wang Mingshan, yfirmaður almannavarnardeildar Xinjiang, og Zhu Hailun, fyrrum háttsettur embættismaður innan kommúnistaflokksins í Xinjiang. Mennirnir þrír fá því ekki að ferðast til Bandaríkjanna og allar þeirra eignir sem staðsettar eru á bandarískri grundu hafa verið frystar. Þá er einnig ólöglegt að eiga við þá og fyrrverandi öryggismálafulltrúann Huo Liujun, viðskipti. Huo er þó ekki meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá verður Almannavarnadeild Xinjiang einnig beitt þvingunum.
Kína Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36
Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53