Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2020 08:53 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. EPA/ROMAN PILIPEY Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum. Bandaríkin Kína Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum.
Bandaríkin Kína Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira