Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2020 08:53 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. EPA/ROMAN PILIPEY Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum. Bandaríkin Kína Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. Þar að auki hafi Kínverjar unnið hörðum höndum að því að auka umsvif sín á erlendri grundu og Bandaríkin þurfi að sporna gegn því. Nefndin sem samdi skýrsluna segir einræði hafa aukist til muna í Kína og að takast á við það verði ein mikilvægasta áskorun aldarinnar. Máli þingmanna nefndarinnar til stuðnings er bent á harkalegar aðgerðir gegn minnihlutahópum í Kína, aðgerðir gegn verkalýðsleiðtogum og blaðamönnum, starfrænt og rafrænt eftirlit í Kína, sem er gífurlegt, og ritskoðun. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér yfirlýsingu vegna skýrslunnar í nótt og segir hana hvorki hlutlæga né marktæka. Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, sagði að Bandaríkin ættu frekar að huga að mannréttindum þar í landi en að dreifa rógi um Kína. Umrædd nefnd þingmanna var sett á laggirnar árið 2000, þegar Kína var að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina og á hún að fylgjast með og greina almenn mannréttindi þar í landi. Á þessum tíma sögðu stuðningsmenn inngöngu Kína í WTO að hún myndi á endanum bæta mannréttindi og auka frjálslyndi í Kína. Höfundar skýrslunnar segja þó að það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi Kína þróað og útvíkkað umfangsmikið einræðiskerfi sem hannað sé til að brjóta á mannréttindum fólks og jafnvel fangelsa það fyrir að nýta sér grunnmannréttindi þeirra. Vísað er sérstaklega til aðgerða yfirvalda Kína gegn Úígúrum í Xinjianghéraði og segir nefndin að Kínverjar hafi þar framið glæpi gegn mannkyninu. Minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Nefndin leggur einnig til aðgerðir í Bandaríkjunum sem sérstaklega taki mið af því að sporna gegn áhrifum Kína í háskólum Bandaríkjanna, hugveitum og frjálsum félagasamtökum.
Bandaríkin Kína Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira