Íslenski boltinn

Skoski framherjinn hjá Gróttu laus úr sóttkví

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kieran McGrath með Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu.
Kieran McGrath með Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu. mynd/grótta

Skoski framherjinn Kieran McGrath, sem Grótta fékk frá Celtic á dögunum, lauk sóttkví í gær. Hann byrjar að æfa með Seltirningum í dag.

Grótta sendi McGrath í sóttkví við komuna til landsins. „Við ætlum að fara ákveðna leið vegna aðstæðna. Hann fer í skimun og svo í ákveðna sóttkví í nokkra daga. Hann fer svo aftur í skimun á þriðjudaginn. Hann kemur ekkert inn í hópinn fyrr en á fimmtudaginn,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, í samtali við Fótbolta.net á föstudaginn.

Vegna sóttkvíarinnar missti McGrath af leikjum Gróttu gegn HK og Fjölni í Pepsi Max-deildinni. 

Seltirningar náðu í sitt fyrsta stig í efstu deild gegn HK-ingum á laugardaginn, 4-4, og unnu svo sinn fyrsta sigur í efstu deild þegar þeir lögðu Fjölnismenn að velli í gær, 0-3.

McGrath gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Gróttu þegar liðið tekur á móti ÍA í 6. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn.

McGrath er nítján ára og hefur verið á mála hjá Celtic síðan 2015. Hann kom til liðsins frá Hibernian.


Tengdar fréttir

Gústi Gylfa: Stíflan er brostin

„Við stigum stórt skref í síðasta leik, fullt af mörkum og eitt stig til okkar. Við fylgdum því eftir með frábærum sigri hér á Fjölnisvelli og ég er gríðarlega stoltur af liðinu,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir fyrsta sigur Seltirninga í efstu deild frá upphafi.

Grótta fær til sín skoskan sóknarmann

Grótta hefur fengið liðsstyrk fram á við fyrir komandi átök í Pepsi Max deild karla. Hann heitir Kieran McGrath og kemur frá skoska stórveldinu Celtic.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.