„Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 11:00 Hjörvar og Kjartan í stuði í gær. vísir/s2s Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu, fylgi gífurleg stemning og mikill stöðugleiki en hann sé þó duglegur að hrista upp í hlutunum. Ágúst stýrði Gróttu til sigurs í fyrsta sinn í efstu deild er liðið vann 3-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi í gær en allt annað hefur verið að sjá Seltirninga í síðustu tveimur umferðum. Þeir byrjuðu mótið brösuglega en náðu svo í sitt fyrsta stig í síðustu umferð og í gær var það fyrsti sigurinn. „Við verðum að muna það að liðin sem þeir mættu í fyrstu tveimur leikjunum voru Breiðablik og Valur. Tvö af bestu liðunum og þeir með einhvern sviðsskrekk á stóra sviðinu,“ sagði Hjörvar. „Nú eru þeir heldur betur komnir í gang og komnir með fjögur stig á töfluna. Það er með Gústa Gylfa [Ágúst Gylfason, þjáfari Gróttu] að það getur fylgt honum rosaleg stemning. Það hefur alltaf gert.“ „Hann átti mjög erfitt með að halda þessu Fjölnisliði uppi, ár eftir ár, og fór nálægt 40 stigum eitt árið. Svo er þetta „element“ í Ágústi að það er ómögulegt að lesa hann. Var hann ekki með Axel Frey á bekknum í dag? Þú gerir bara ráð fyrir honum í byrjunarliðið og þetta er ekta Gústi að hann hristir oft upp í liðunum sínum.“ Grótta hefur farið nýjar leiðir hvað varðar launamál en enginn leikmaður félagsins, að sögn forsvarsmanna Gróttu, fær greitt mánaðarlega frá félaginu. „Hann kemur inn í umhverfi sem við hefur ekki þekkst áður í íslenskum fótbolta hvað varðar alla umgjörð í kringum félagið. Ekki það að ég ætli að fara ræða einhver laun eða eitthvað slíkt en það er þannig að þeir eru ekki að borga neinum. Reyndar voru þeir að ná í Skota um daginn og það væri fyrsti útlendingurinn til að spila hérna án þess að taka neitt. Ef einhverjir geta það, þá eru það vinir mínir á Nesinu. Þeir eru góðir samningamenn.“ „Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu. Samningsfélagsleg ábyrgð að ná í erlendan leikmann og nota hann ekki - heldur senda hann í sóttkví. Það er jákvæðni með liðinu.“ Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Umræða um Gróttu Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu, fylgi gífurleg stemning og mikill stöðugleiki en hann sé þó duglegur að hrista upp í hlutunum. Ágúst stýrði Gróttu til sigurs í fyrsta sinn í efstu deild er liðið vann 3-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi í gær en allt annað hefur verið að sjá Seltirninga í síðustu tveimur umferðum. Þeir byrjuðu mótið brösuglega en náðu svo í sitt fyrsta stig í síðustu umferð og í gær var það fyrsti sigurinn. „Við verðum að muna það að liðin sem þeir mættu í fyrstu tveimur leikjunum voru Breiðablik og Valur. Tvö af bestu liðunum og þeir með einhvern sviðsskrekk á stóra sviðinu,“ sagði Hjörvar. „Nú eru þeir heldur betur komnir í gang og komnir með fjögur stig á töfluna. Það er með Gústa Gylfa [Ágúst Gylfason, þjáfari Gróttu] að það getur fylgt honum rosaleg stemning. Það hefur alltaf gert.“ „Hann átti mjög erfitt með að halda þessu Fjölnisliði uppi, ár eftir ár, og fór nálægt 40 stigum eitt árið. Svo er þetta „element“ í Ágústi að það er ómögulegt að lesa hann. Var hann ekki með Axel Frey á bekknum í dag? Þú gerir bara ráð fyrir honum í byrjunarliðið og þetta er ekta Gústi að hann hristir oft upp í liðunum sínum.“ Grótta hefur farið nýjar leiðir hvað varðar launamál en enginn leikmaður félagsins, að sögn forsvarsmanna Gróttu, fær greitt mánaðarlega frá félaginu. „Hann kemur inn í umhverfi sem við hefur ekki þekkst áður í íslenskum fótbolta hvað varðar alla umgjörð í kringum félagið. Ekki það að ég ætli að fara ræða einhver laun eða eitthvað slíkt en það er þannig að þeir eru ekki að borga neinum. Reyndar voru þeir að ná í Skota um daginn og það væri fyrsti útlendingurinn til að spila hérna án þess að taka neitt. Ef einhverjir geta það, þá eru það vinir mínir á Nesinu. Þeir eru góðir samningamenn.“ „Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu. Samningsfélagsleg ábyrgð að ná í erlendan leikmann og nota hann ekki - heldur senda hann í sóttkví. Það er jákvæðni með liðinu.“ Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Umræða um Gróttu
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14