Fjórtán ára dóttir Óskars Hrafns skoraði fyrir Gróttu í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2020 14:00 Emelía Óskarsdóttir í leiknum í Víkinni í gær. mynd/eyjólfur garðarsson Grótta vann 1-3 útisigur á Víkingi í Víkinni í Lengjudeild kvenna í gær. Hin fjórtán ára Emelía Óskarsdóttir gulltryggði sigur Seltirninga þegar hún skoraði þriðja mark þeirra níu mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta mark Emelíu í meistaraflokki. Hún hefur tekið þátt í tveimur af fjórum leikjum Gróttu í Lengjudeildinni í sumar. Emelía er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara karlaliðs Breiðabliks. Áður en hann tók við Kópavogsliðinu stýrði Óskar Hrafn karlaliði Gróttu í tvö ár með frábærum árangri. Sumarið 2018 endaði Grótta í 2. sæti 2. deildar og í fyrra kom liðið öllum á óvart með því að vinna Inkasso-deildina og tryggja sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Sonur Óskars Hrafns, Orri Steinn, lék með Gróttu 2018 og 2019. Hann skoraði tvö mörk í sínum fyrsta meistaraflokksleik 2018, þá þrettán ára og 354 daga gamall. Í fyrra skoraði Orri eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso-deildinni. Síðasta haust samdi hann svo við danska stórliðið FC København. Emelía byrjar líka snemma að skora, aðeins fjórtán ára og 125 daga gömul. Hinir markaskorarar Gróttu í gær eru líka kornungir. Helga Rakel Fjalarsdóttir, sem kom Gróttu yfir á 13. mínútu, er nítján ára. Á lokamínútu fyrri hálfleiks jók María Lovísa Jónasdóttir muninn í 2-0. Hún er nýorðin sautján ára. Grótta vann 2. deildina á síðasta tímabili og nýliðarnir hafa farið vel af stað í Lengjudeildinni í sumar. Seltirningar eru í 4. sæti með átta stig og eru enn ósigraðir. Næsti leikur Gróttu er gegn Tindastóli, liðinu í 2. sæti, fimmtudaginn 16. júlí. Lengjudeildin Grótta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Grótta vann 1-3 útisigur á Víkingi í Víkinni í Lengjudeild kvenna í gær. Hin fjórtán ára Emelía Óskarsdóttir gulltryggði sigur Seltirninga þegar hún skoraði þriðja mark þeirra níu mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta mark Emelíu í meistaraflokki. Hún hefur tekið þátt í tveimur af fjórum leikjum Gróttu í Lengjudeildinni í sumar. Emelía er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara karlaliðs Breiðabliks. Áður en hann tók við Kópavogsliðinu stýrði Óskar Hrafn karlaliði Gróttu í tvö ár með frábærum árangri. Sumarið 2018 endaði Grótta í 2. sæti 2. deildar og í fyrra kom liðið öllum á óvart með því að vinna Inkasso-deildina og tryggja sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Sonur Óskars Hrafns, Orri Steinn, lék með Gróttu 2018 og 2019. Hann skoraði tvö mörk í sínum fyrsta meistaraflokksleik 2018, þá þrettán ára og 354 daga gamall. Í fyrra skoraði Orri eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso-deildinni. Síðasta haust samdi hann svo við danska stórliðið FC København. Emelía byrjar líka snemma að skora, aðeins fjórtán ára og 125 daga gömul. Hinir markaskorarar Gróttu í gær eru líka kornungir. Helga Rakel Fjalarsdóttir, sem kom Gróttu yfir á 13. mínútu, er nítján ára. Á lokamínútu fyrri hálfleiks jók María Lovísa Jónasdóttir muninn í 2-0. Hún er nýorðin sautján ára. Grótta vann 2. deildina á síðasta tímabili og nýliðarnir hafa farið vel af stað í Lengjudeildinni í sumar. Seltirningar eru í 4. sæti með átta stig og eru enn ósigraðir. Næsti leikur Gróttu er gegn Tindastóli, liðinu í 2. sæti, fimmtudaginn 16. júlí.
Lengjudeildin Grótta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira