FH tapað öllum leikjunum gegn Breiðabliki síðan Ólafur tók við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2020 12:30 Ólafi hefur ekki gengið vel gegn sínu gamla félagi, Breiðabliki, síðan hann kom aftur heim og tók við FH. vísir/hag Frá því Ólafur Kristjánsson tók við FH fyrir tímabilið 2018 hefur liðið tapað öllum fjórum deildarleikjum sínum gegn Breiðabliki, liðinu sem hann þjálfaði á árunum 2006-14 og gerði að Íslands- og bikarmeisturum. FH sækir Breiðablik heim í stórleik 5. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Í þremur af þessum fjórum deildarleikjum gegn Breiðabliki síðan 2018 hefur FH fengið á sig fjögur mörk. Markatalan er 15-5, Blikum í hag. Ólafur kom heim frá Danmörku haustið 2017 og tók við FH af Heimi Guðjónssyni. Í 2. umferð Pepsi-deildarinnar 2018 mætti FH Breiðabliki í Kaplakrika og tapaði, 1-3. Gísli Eyjólfsson, Elfar Freyr Helgason og Jonathan Hendrickx, fyrrverandi leikmaður FH, skoruðu mörk Breiðabliks. Steven Lennon lagaði stöðuna fyrir FH. Liðin mættust aftur á Kópavogsvelli í 13. umferðinni 2018. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir en Robbie Crawford jafnaði fyrir FH-inga. Breiðablik tryggði sér svo sigurinn með því að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla undir lok leiks. Þau gerðu Davíð Kristján Ólafsson, Gísli og Arnór Gauti Ragnarsson. Lokatölur 4-1, Breiðabliki. Sömu lokatölur urðu í fyrri deildarleik liðanna á síðasta tímabili. Aron Bjarnason skoraði þá tvö mörk og Andri Rafn Yeoman og Mikkelsen sitt markið hvor. Brynjar Ásgeir Guðmundsson gerði mark FH. Í seinni deildarleiknum í fyrra byrjuðu FH-ingar af gríðarlegum krafti og eftir sautján mínútur voru þeir 2-0 yfir. Lennon og Atli Guðnason skoruðu mörkin. Viktor Örn Margeirsson minnkaði muninn í 2-1 á 23. mínútu sem voru hálfleikstölur. Í upphafi seinni hálfleiks var Davíð Þór Viðarsson rekinn af velli. Blikar gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla. Mikkelsen gerði tvö þeirra og Höskuldur Gunnlaugsson eitt. Í þremur deildarleikjum gegn FH hefur Mikkelsen skorað fjögur mörk. Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig. FH, sem hefur leikið einum leik færra, er í 7. sætinu með sex stig. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leikinn og hina þrjá leikina sem fara fram í kvöld í Pepsi Max tilþrifunum sem hefjast strax eftir leikinn á Kópavogsvelli. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Frá því Ólafur Kristjánsson tók við FH fyrir tímabilið 2018 hefur liðið tapað öllum fjórum deildarleikjum sínum gegn Breiðabliki, liðinu sem hann þjálfaði á árunum 2006-14 og gerði að Íslands- og bikarmeisturum. FH sækir Breiðablik heim í stórleik 5. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Í þremur af þessum fjórum deildarleikjum gegn Breiðabliki síðan 2018 hefur FH fengið á sig fjögur mörk. Markatalan er 15-5, Blikum í hag. Ólafur kom heim frá Danmörku haustið 2017 og tók við FH af Heimi Guðjónssyni. Í 2. umferð Pepsi-deildarinnar 2018 mætti FH Breiðabliki í Kaplakrika og tapaði, 1-3. Gísli Eyjólfsson, Elfar Freyr Helgason og Jonathan Hendrickx, fyrrverandi leikmaður FH, skoruðu mörk Breiðabliks. Steven Lennon lagaði stöðuna fyrir FH. Liðin mættust aftur á Kópavogsvelli í 13. umferðinni 2018. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir en Robbie Crawford jafnaði fyrir FH-inga. Breiðablik tryggði sér svo sigurinn með því að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla undir lok leiks. Þau gerðu Davíð Kristján Ólafsson, Gísli og Arnór Gauti Ragnarsson. Lokatölur 4-1, Breiðabliki. Sömu lokatölur urðu í fyrri deildarleik liðanna á síðasta tímabili. Aron Bjarnason skoraði þá tvö mörk og Andri Rafn Yeoman og Mikkelsen sitt markið hvor. Brynjar Ásgeir Guðmundsson gerði mark FH. Í seinni deildarleiknum í fyrra byrjuðu FH-ingar af gríðarlegum krafti og eftir sautján mínútur voru þeir 2-0 yfir. Lennon og Atli Guðnason skoruðu mörkin. Viktor Örn Margeirsson minnkaði muninn í 2-1 á 23. mínútu sem voru hálfleikstölur. Í upphafi seinni hálfleiks var Davíð Þór Viðarsson rekinn af velli. Blikar gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla. Mikkelsen gerði tvö þeirra og Höskuldur Gunnlaugsson eitt. Í þremur deildarleikjum gegn FH hefur Mikkelsen skorað fjögur mörk. Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig. FH, sem hefur leikið einum leik færra, er í 7. sætinu með sex stig. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leikinn og hina þrjá leikina sem fara fram í kvöld í Pepsi Max tilþrifunum sem hefjast strax eftir leikinn á Kópavogsvelli.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn