Formaður dómaranefndar KSÍ segir gagnrýni þurfa að vera málefnalega Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 18:00 Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ. vísir/daníel Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sendir frá sér pistil í dag þar sem hann leggur áherslu á að sýna þurfi knattspyrnudómurum virðingu. Hann segir ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í dómgæslunni þar sem margir reyndir dómarar hafi hætt störfum undanfarin ár. Mikil umræða hefur verið um dómgæslu frá því Íslandsmótið í knattspyrnu hófst í síðasta mánuði. Jóhannes Valgeirsson, fyrrum dómari, hefur t.a.m. áhyggjur af þróun dómgæslu á Íslandi. Þóroddur telur gagnrýni mikilvæga en segir hana þurfa að vera málefnalega: „Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast. En auðvitað er það ekki alltaf þannig því dómarar þurfa oft að taka mikilvægar ákvarðanir í leikjunum og óhjákvæmilega gera dómarar mistök, eins og aðrir þátttakendur leiksins. Þá kemur eðlilega fram gagnrýni á þeirra störf. Svo hefur verið í gegnum tíðina og mun halda áfram að vera svo. Gagnýni á alltaf rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg og byggð á þekkingu á knattspyrnulögunum og þeim áherslum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í pistlinum. Þá segir Þóroddur undirbúningstímabilið í ár hafa verið með óhefðbundnu sniði en að besta þjálfun dómara sé að dæma leiki. „Vissulega var undirbúningstímabilið hjá dómurum með öðru sniði að þessu sinni eins og hjá öllum öðrum. Haldnir voru fjölmargir fjarfundir þar sem farið var yfir atvik og lína lögð til samræmingar. Það hins vegar kemur ekki í staðinn fyrir bestu æfinguna og besta undirbúninginn, sem er að dæma leiki. Dómarar þurfa leikæfingu alveg eins og leikmenn. Fyrir knattspyrnusumarið 2020 var lítið um æfingaleiki eins og við vitum. Dómarahópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum einstaklingum sem leggja á sig gríðarlega vinnu og gera ekki síður miklar kröfur til sín sjálfir. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti undanfarin ár og margir hætt sem voru komnir með mikla reynslu. Reynslan er nefnilega það sem er ómetanlegt í knattspyrnudómgæslu. Að gera mistök og læra af þeim er mjög mikilvægt í ferlinu.“ Hann segir einnig að fólk ætti að treysta því að dómarar dæmi eftir bestu sannfæringu. Að lokum ítrekar Þóroddur mikilvægi dómara og að sýna þurfi þeim þá virðingu sem þeir eigi skilið: „Dómarar eru mikilvægir þátttakendur í knattspyrnuíþróttinni sem okkur öllum þykir svo vænt um og eiga það skilið, eins og aðrir þátttakendur leiksins, að þeim sé sýnd virðing.“ KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Sjá meira
Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sendir frá sér pistil í dag þar sem hann leggur áherslu á að sýna þurfi knattspyrnudómurum virðingu. Hann segir ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í dómgæslunni þar sem margir reyndir dómarar hafi hætt störfum undanfarin ár. Mikil umræða hefur verið um dómgæslu frá því Íslandsmótið í knattspyrnu hófst í síðasta mánuði. Jóhannes Valgeirsson, fyrrum dómari, hefur t.a.m. áhyggjur af þróun dómgæslu á Íslandi. Þóroddur telur gagnrýni mikilvæga en segir hana þurfa að vera málefnalega: „Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast. En auðvitað er það ekki alltaf þannig því dómarar þurfa oft að taka mikilvægar ákvarðanir í leikjunum og óhjákvæmilega gera dómarar mistök, eins og aðrir þátttakendur leiksins. Þá kemur eðlilega fram gagnrýni á þeirra störf. Svo hefur verið í gegnum tíðina og mun halda áfram að vera svo. Gagnýni á alltaf rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg og byggð á þekkingu á knattspyrnulögunum og þeim áherslum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í pistlinum. Þá segir Þóroddur undirbúningstímabilið í ár hafa verið með óhefðbundnu sniði en að besta þjálfun dómara sé að dæma leiki. „Vissulega var undirbúningstímabilið hjá dómurum með öðru sniði að þessu sinni eins og hjá öllum öðrum. Haldnir voru fjölmargir fjarfundir þar sem farið var yfir atvik og lína lögð til samræmingar. Það hins vegar kemur ekki í staðinn fyrir bestu æfinguna og besta undirbúninginn, sem er að dæma leiki. Dómarar þurfa leikæfingu alveg eins og leikmenn. Fyrir knattspyrnusumarið 2020 var lítið um æfingaleiki eins og við vitum. Dómarahópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum einstaklingum sem leggja á sig gríðarlega vinnu og gera ekki síður miklar kröfur til sín sjálfir. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti undanfarin ár og margir hætt sem voru komnir með mikla reynslu. Reynslan er nefnilega það sem er ómetanlegt í knattspyrnudómgæslu. Að gera mistök og læra af þeim er mjög mikilvægt í ferlinu.“ Hann segir einnig að fólk ætti að treysta því að dómarar dæmi eftir bestu sannfæringu. Að lokum ítrekar Þóroddur mikilvægi dómara og að sýna þurfi þeim þá virðingu sem þeir eigi skilið: „Dómarar eru mikilvægir þátttakendur í knattspyrnuíþróttinni sem okkur öllum þykir svo vænt um og eiga það skilið, eins og aðrir þátttakendur leiksins, að þeim sé sýnd virðing.“
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Sjá meira