Íslenski boltinn

Stöð 2 Sport sýnir stórleikinn í Breiðholti í opinni dagskrá

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gary Martin (t.v.) verður að öllum líkindum í fremstu víglínu hjá ÍBV í Breiðholtinu í kvöld.
Gary Martin (t.v.) verður að öllum líkindum í fremstu víglínu hjá ÍBV í Breiðholtinu í kvöld. Vísir/Daníel Þór

ÍBV mætir í Breiðholtið í stórleik umferðarinnar í Lengjudeildinni þar sem þeir mæta heimamönnum í Leikni. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst hann klukkan 18:00.

Stöð 2 Sport sýnir annan leik sumarsins úr Lengjudeildinni. Síðast vann Leiknir Reykjavík frábæran 2-1 útisigur á Keflavík og nú bíður þeirra ærið verkefni. Eyjamenn með Gary Martin í broddi fylkingar mæta upp í Efra-Breiðholt til að taka þrjú stig.

ÍBV er sem stendur með fullt hús stiga – ásamt bæði Fram og Þór Akureyri – þegar þremur umferðum er lokið. Leiknir Reykjavík kemur þar á eftir í 4. sæti deildarinnar með sjö stig af níu mögulegum.

Gamla brýnið Bjarni Ólafur Eiríksson mun leiða lið ÍBV út á völlinn en þessi fyrrum leikmaður Vals er fyrirliði gestanna. Þá er Gary John Martin – fyrrum leikmaður ÍA, KR, Víking og Vals – að sjálfsögðu í framlínu liðsins.

Þjálfari ÍBV er svo markamaskínan fyrrverandi Helgi Sigurðsson.

Heimamenn þarf vart að kynna en Vísir fór í saumana á liðinu fyrir síðustu umferð þar sem leikur þeirra við Keflavík var einnig sýndur á Stöð 2 Sport.

Leikurinn hefst eins og áður sagði klukkan 18:00 og verður í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.