Tvöfalt fleiri rafskútuóhöpp á borði lögreglu Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 6. júlí 2020 15:41 Rafhlaupahjól njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Vísir/vilhelm Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni. Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni.
Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22
Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00