Tvöfalt fleiri rafskútuóhöpp á borði lögreglu Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 6. júlí 2020 15:41 Rafhlaupahjól njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Vísir/vilhelm Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni. Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni.
Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22
Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00