Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar

Andri Már Eggertsson skrifar
Svipmyndir úr leiknum í kvöld.
Svipmyndir úr leiknum í kvöld. vísir/daníel þór

Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 

Það voru toppaðstæður í Hafnafirði í kvöld þegar nýliðar deildarinnar mættust í fyrsta sinn á þessu tímabili. Leikurinn hófst með látum en eftir tæplega 37 sekúndur kom Stephanie Mariana Riberio Þrótturum yfir. Stephanie ræðst á vörn FH og skorar laglega.

Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn var jafnræði með liðunum, hvorugt liðanna var að skapa sér mikið af færum þangað til FH fær hornspyrnu og Hrafnhildur skrúfar boltann inn á markteig og fer boltinn yfir allan pakkann og í netið, 1-1. Fyrsta mark sumarsins hjá FH.

Undir lok fyrri hálfleiks sleppur Birta Georgsdóttir ein í gegn eftir góðan samleik, hún fer framhjá Friðriku Arnarsdóttur markmanni Þróttar sem fellir Birtu en hvort hún hafi tekið boltann á undann eru skiptar skoðanir á. Guðna Eiríkssyni var heitt í hamsi eftir þetta atvik og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Það leið ekki langur tími þangað til Þróttarar fara upp hægri kantinn þar sem Andrea á góða fyrirgjöf á Stephanie sem á góðan skalla og kemur Þrótti í forystu.

Seinni hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri. Þróttur sýndi mikla yfirburði í seinni hálfleik, héldu boltanum vel og sköpuðu fullt af góðum færum sem þær náðu ekki að klára. FH vaknaði síðan til lífsins undir lok leiks en það dugði ekki til og endaði leikurinn 1-2 fyrir Þrótturum í vil.

Afhverju vann Þróttur leikinn?

Þróttarar mættu með mikinn kraft og ákefð inn í leikinn sem skilaði sér með marki eftir 37 sekúndur. Þær sköpuðu sér talsvert af færum, héldu boltanum vel innan liðs og varnarlega voru þær mjög góðar og gáfu þær fá færi á sig.

Hverjar stóðu upp úr?

Stephanie var frábær í liði Þróttar. Skoraði tvö frábær mörk, sérstaklega það seinna þar sem hún sýndi mikil gæði og lét Sigríði Láru líta mjög illa út.

Varnarleikur Þróttar var virkilega góður í kvöld og stóð Mary Alice Vignola upp úr bæði varnarlega og sérstaklega sóknarlega þar sem hún skapaði mikið af færum fyrir liðsfélaga sína.

Hvað gekk illa?

Þrátt fyrir að FH skoraði sitt fyrsta mark í sumar kom það eftir fast leikatriði, í venjulegu spili sköpuðu þær lítið og virtist vanta hugmyndarflug á síðasta þriðjungi. Sigríður Lára átti mjög dapran dag í vörn FH, hún lét leika sig heldur grátt bæði í fyrsta markinu og í því seinna.

Hvað gerist næst?

Liðin mætast síðan strax aftur 10 júlí í Mjólkurbikarnum á Eimskipsvellinum. Í deildinni fer FH norður og mætir Þór/KA fjórum dögum síðar og á sama tíma fær Þróttur heimaleik á móti Selfoss.

Nik Anthony Chamberlain.vísir/daníel þór

Nik Anthony Chamberlain: Þetta var víti

„Tilfinningin er góð að vera loksins búinn að sigra leik. Þetta var ekkert sérstakur leikur sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Að við höfum verið 1-2 yfir fannst mér vera heppni sama hvort þetta væri víti eða ekki þá var leikskipulagið ekki nógu gott og eftir fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks hefðum við átt að klára leikinn,” sagði Nik Anthony þjálfari Þróttar.

FH ingar vildu svo sannarlega fá vítaspyrnu þegar Birta Georgsdóttir var tekinn niður inn í teignum undir lok fyrri hálfleiks.

„Frá mér séð af bekknum var þetta vítaspyrna en dómarinn og aðstoðardómarinn voru báðir vel staðsettir og sagði markmaðurinn minn að hún hafi tekið fyrst boltann sem skiptir öllu máli. Þetta er skemmtilegur leikur, við áttum alls ekki skilið að komast yfir,” sagði Nik léttur.

Þróttur fékk á sig mark beint úr hornspyrnu en aðspurður hvort markmaðurinn átti að gera betur þar tók Nik alla sökina á sig og talaði um að hann hefði átt að stilla varnarmönnum sínum nær markinu í stað framarlegra í teignum.

Árni Freyr Guðnason: Það má ekki taka boltann og fella síðan manninn

„Frá mínum bæjardyrum séð fannst mér Birta bara fara framhjá markmanninum sama hvort þú takir boltann eða ekki þá er ekki í boði að fella síðan bara leikmanninn. Fyrir mér var þetta klárlega víti. Dómarinn sagði við mig að hún hafi tekið boltann og fellt síðan manninn það bara getur ekki mátt,” sagði Árni Freyr, þjálfari FH.

FH fékk á sig mark stuttu eftir atvikið umrædda þar sem Stephanie skorar laglegt mark, aðspurður hvort Sigríður Lára hefði átt að gera betur í vörninni var Árni ekki sammála um það og heldur hrósaði hann Stephanie fyrir gott mark.

„Við eigum í erfiðleikum með tígul miðjuna þeirra þær ná að losa auðveldlega milli svæða og koma boltanum yfir á hinn kantinn, við þorðum síðan ekki að halda í boltann vegna þess þegar við misstum hann komu þær hratt á okkur. Okkur vantar síðan hugrekki í að fara af stað og gera árás á mennina,” sagði Árni og bætti síðan við að það eru framfarir hjá þeim sóknarlega frá síðustu leikjum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.