Íslenski boltinn

„Ætla að vona Fjölnis vegna að það komi ekki upp smit“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorkell Máni Pétursson fór yfir þá fjóra leiki sem búnir eru í Pepsi Max-tilþrifunum ásamt Kjartani Atla í gær.
Þorkell Máni Pétursson fór yfir þá fjóra leiki sem búnir eru í Pepsi Max-tilþrifunum ásamt Kjartani Atla í gær. vísir/s2s

Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonar Fjölnis vegna að nýir leikmenn þeirra greinist ekki með kórónuveirusmit á næstu dögum.

Þetta sagði hann í Pepsi Max-tilþrifunum með Kjartani Atla Kjartanssyni í gær en Fjölnir fékk þá Christian Justesen Sivebæk og Peter Zachan á lokadegi gluggans.

Grótta fékk einnig framherja á gluggadeginum en þeir ákváðu að senda hann í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem greindist í leikmannahópum í efstu deildum karla og kvenna.

Fjölnismenn fóru þó aðra leið og ákváðu að spila erlendu leikmönnunum tveimur og Máni vonast til þess að það greinist ekki smit hjá Fjölni á næstunni.

„Ég ætla að vona Fjölnis vegna að þetta verði í lagi og að það ekki komi ekki upp smit eftir fimm til sex daga eins og hefur verið reynslan. Menn eru að fara í skimun við landamærin og svo kemur það í ljós fimm til sex dögum seinna,“

„Þeir voru komnir á æfingu um leið og þeir komu og voru í leikmannahópnum í dag. Ef maður veltir fyrir sér að þeir séu smitaðir þá erum við að fara horfa upp á enn fleiri frestanir. Menn eiga ekkert eftir að springa úr gleði, hvorki ég, þú né aðrir aðdáendur knattspyrnunnar. Vonandi hafa þeir fengið tvöfalda skimun.“

Klippa: Pepsi Max-tilþrifin: Umræða um erlendu leikmenn Fjölnis


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.