Íslenski boltinn

Helgi Valur „loksins“ út­skrifaður af bæklunar­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helgi Valur

Helgi Valur Daníelsson, miðjumaður Fylkis í Pepsi Max-deild karla, segir frá því á Twitter-síðu sinni hann sé útskrifaður af bæklunardeildinni.

Helgi Valur brotnaði illa í leik Fylkis og Gróttu og telur hann líkur á því að ferlinum sé lokið en Helgi Valur verður 39 ára síðar í mánuðinum.

„Útskrifaður (loksins) af bæklunardeildinni í dag og 3 stig í Árbæinn. Góða helgi!!“ skrifaði Helgi Valur á Twitter í dag.

Fylkir vann 2-1 sigur á Fjölni í dag eftir að hafa unnið Gróttu 2-0 í leiknum sem Helgi Valur var borinn af velli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.