Íslenski boltinn

Sjáðu rauðu spjöldin úr meistara­slagnum, dramatíkina á Nesinu og flautu­­­markið í sigri Fylkis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þriðja rauða spjaldið fer á loft.
Þriðja rauða spjaldið fer á loft. vísir/skjáskot

Þrettán mörk voru skoruð í þremur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi, tvö á Meistaravöllum og þrjú í Grafarvogi.

Nýliðar Gróttu fengu sín fyrstu stig er liðið gerði 4-4 jafntefli við HK í frábærum leik á Nesinu. Tvívegis náði Grótta tveggja marka forystu en í bæði skiptin komu HK til baka og lokatölur 4-4.

Í Grafarvogi unnu Fylkismenn annan sigurinn í röð. Valdimar Þór Ingimundarson og Hákon Ingi Jónsson sáu um markaskorun Fylkis en Sigurpáll Melberg Pálsson skoraði áhugavert flautumark fyrir Fjölni. Í þann mund sem Sigurpáll skoraði flautaði dómarinn, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, leikinn af en markið stóð.

Allir miðverðir Víkinga; Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason fengu rautt spjald er KR vann 2-0 sigur á Víkingi. Kristján Flóki Finnbogason og Pablo Punyed skoruðu mörk KR.

Öll mörk dagsins má sjá hér að neðan.

Klippa: Íslands og bikarmeistarar síðasta tímabils áttust við á Meistaravöllum í dag
Klippa: Grótta fagnaði sínu fyrsta marki í efstu deild eftir þriggja mínútna leikFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.