Íslenski boltinn

Sjáðu rauðu spjöldin úr meistara­slagnum, dramatíkina á Nesinu og flautu­­­markið í sigri Fylkis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þriðja rauða spjaldið fer á loft.
Þriðja rauða spjaldið fer á loft. vísir/skjáskot

Þrettán mörk voru skoruð í þremur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi, tvö á Meistaravöllum og þrjú í Grafarvogi.

Nýliðar Gróttu fengu sín fyrstu stig er liðið gerði 4-4 jafntefli við HK í frábærum leik á Nesinu. Tvívegis náði Grótta tveggja marka forystu en í bæði skiptin komu HK til baka og lokatölur 4-4.

Í Grafarvogi unnu Fylkismenn annan sigurinn í röð. Valdimar Þór Ingimundarson og Hákon Ingi Jónsson sáu um markaskorun Fylkis en Sigurpáll Melberg Pálsson skoraði áhugavert flautumark fyrir Fjölni. Í þann mund sem Sigurpáll skoraði flautaði dómarinn, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, leikinn af en markið stóð.

Allir miðverðir Víkinga; Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason fengu rautt spjald er KR vann 2-0 sigur á Víkingi. Kristján Flóki Finnbogason og Pablo Punyed skoruðu mörk KR.

Öll mörk dagsins má sjá hér að neðan.

Klippa: Íslands og bikarmeistarar síðasta tímabils áttust við á Meistaravöllum í dag
Klippa: Grótta fagnaði sínu fyrsta marki í efstu deild eftir þriggja mínútna leik


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.