Enski boltinn

Jóhann Berg gæti leikið fyrsta deildarleikinn frá því á nýársdag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg hefur ekkert spilað með Burnley frá því í byrjun janúar.
Jóhann Berg hefur ekkert spilað með Burnley frá því í byrjun janúar. getty/Anthony Devlin

Jóhann Berg Guðmundsson gæti snúið aftur á völlinn á sunnudaginn þegar Burnley tekur á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg hefur ekkert spilað með Burnley síðan í 4-2 sigri á Peterborough United í ensku bikarkeppninni 4. janúar síðastliðinn vegna meiðsla. Síðasti leikur íslenska landsliðsmannsins í ensku úrvalsdeildinni var gegn Aston Villa á nýársdag.

Á blaðamannafundi í dag sagði Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, að Jóhann Berg gæti tekið þátt í leiknum gegn Sheffield United.

Þrátt fyrir að fjölmargir leikmenn séu frá vegna meiðsla hjá Burnley hefur liðið unnið síðustu tvo leiki sína og er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Jóhann Berg hefur aðeins leikið sjö deildarleiki með Burnley á þessu tímabili. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2016. Jóhann Berg á eitt ár eftir af samningi sínum við Burnley.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.