Southampton lagði Manchester City | Níunda tap City í deildinni

Ísak Hallmundarson skrifar
Che Adams og félagar í Southampton fagna sigurmarkinu í dag.
Che Adams og félagar í Southampton fagna sigurmarkinu í dag. getty/Frank Augstein

Southampton sigraði Manchester City 1-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Che Adams kom Dýrlingunum yfir á 16. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins þegar uppi var staðið en City menn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og voru með boltann 70% af leiknum. Þeir náðu þó ekki að skora og því varð niðurstaðan flottur sigur Southampton.

Southampton er eftir sigurinn í kvöld formlega búið að bjarga sér frá falli og eru í fínum málum í 13. sæti deildarinnar með 43 stig. Þeir eru aðeins sex stigum frá Arsenal í 7. sætinu og eiga því enn möguleika á Evrópusæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Manchester City er áfram í öðru sæti en hafa núna tapað níu leikjum í deildinni, eitthvað sem hefur ekki gerst í langan tíma. Þeir unnu frækinn 4-0 sigur á Englandsmeisturunum í síðasta leik en eins og svo oft áður á tímabilinu ná þeir ekki að tengja saman sigra og tapa gegn liði í neðri hluta deildarinnar. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.