Saka og Lacazette skutu Arsenal upp í 7. sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Saka fagnar sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki.
Saka fagnar sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki. vísir/getty

Bukayo Saka og Alexandre Lacazette skutu Arsenal upp í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Úlfunum á útivelli.

Fyrsta mark leiksins kom á 43. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá vinstri, virtist boltinn fara í hönd eins leikmanns Úlfara en Saka hélt áfram og klippti boltann í netið.

Hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni og sá yngsti í langan tíma til þess að skora fyrir Skytturnar.

Annað markið skoraði Alexandre Lacazette. Hann tók laglega snertingu innan teigs og kláraði færið af öryggi. Lokatölur 2-0.

Arsenal komst með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í úrvalsdeildinni og sá fjórði í öllum keppnum.

Úlfarnir eru í 6. sætinu með 52 stig en Arsenal sæti neðar með þremur stigum minna.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira