Leeds færist nær og nær sæti í ensku úrvalsdeildinni

Ísak Hallmundarson skrifar
Kalvin Phillips skoraði í dag.
Kalvin Phillips skoraði í dag. vísir/getty

Leeds United vann mikilvægan sigur gegn Blackburn í ensku 1. deildinni í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 3-1 útisigur Leeds.

Patrick Bamford kom Leeds yfir strax á 7. mínútu og Kalvin Phillips tvöfaldaði forskotið á 40. mínútu.

Adam Armstrong minnkaði muninn fyrir Blackburn á 48. mínútu en Mateusz Klich var fljótur að auka forystu Leeds og koma þeim í 3-1 á 53. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki.

Leeds er á toppnum í deildinni með 78 stig og sex stiga forskot á Brentford sem eru í þriðja sæti þegar aðeins fimm leikir eru eftir. Leedsarar á góðri leið með að snúa aftur í deild þeirra bestu á næsta tímabili eftir 16 ára fjarveru. Blackburn eru um miðja deild í 11. sæti. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira