Enski boltinn

Thiago fer líklega til Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir sjö ár hjá Bayern München er Thiago Alcantara tilbúinn að færa sig um set.
Eftir sjö ár hjá Bayern München er Thiago Alcantara tilbúinn að færa sig um set. vísir/getty

Spænski landsliðsmaðurinn Thiago Alcantara gengur líklega í raðir Englandsmeistara Liverpool fyrir næsta tímabil. Þetta herma heimildir spænska blaðsins SPORT.

Samningur Thiagos við Þýskalandsmeistara Bayern München rennur út á næsta ári og viðræður um framlengingu á samningnum hafa engu skilað.

Thiago ku vilja fá nýja áskorun og samkvæmt heimildum SPORT eru viðræður við Liverpool langt komnar. 

Bayern vill fá 32 milljónir punda fyrir Thiago sem hefur verið hjá þýska liðinu í sjö ár. Hann hefur unnið þýska meistaratitilinn á öllum tímabilunum sínum hjá Bayern.

Thiago kom til Bayern frá Barcelona. Spænska liðið getur keypt leikmanninn aftur fyrir 22,5 milljónir punda.

Bayern varð nýverið þýskur meistari áttunda árið í röð. Liðið mætir Bayer Leverkusen í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á morgun.


Tengdar fréttir

Manchester City stóð heiðursvörð fyrir Liverpool

Leikmenn og þjálfarar Manchester City stóðu heiðursvörð í kringum leikmenn Liverpool þegar þeir löbbuðu inn á völlinn fyrir leik liðanna sem hófst kl. 19:15 í kvöld. Það fór varla framhjá neinum að Liverpool varð Englandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár síðasta fimmtudag, eftir tap City gegn Chelsea.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.