Erlent

Átta hundruð handtekin í háleynilegri lögreglurannsókn í Evrópu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi.
Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. AP/PeterDejong

Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu náði lögreglan að brjótast inn í samskiptakerfi glæpamanna og hlera samskiptin. Átta hundruð manns hafa verið handtekin í þessari háleynilegu og umfangsmiklu aðgerð lögreglu. Rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir.

Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi.

Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau.

Wil van Gemert aðstoðarframkvæmdastjóri Europol sagði á blaðamannafundi í Haag að með því að ná að brjótast inn í samskiptakerfið hefði lögreglan náð að koma í veg fyrir margvíslegt glæpsamlegt athæfi á borð við ofbeldisfullar árásir, spillingu, fíkniefnasölu og jafnvel tilraunir til manndráps.

Í forritinu mátti lesa nákvæmlegar lýsingar á ofbeldisfullum hótunum um sýruárásir og limlestingar í tengslum við fíkniefnaskuldir.

Rannsóknin varði í rúma þrjá mánuði en aldrei fyrr hefur lögreglan náð eins góðum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi í einni lögregluaðgerð.

Um sextíu þúsund manns notuðu EnchroChat en því hefur nú verið lokað. Í forritinu gátu notendur sent skilaboð sín á milli sem eyddust sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Þeim stóð þá einnig til boða að nýta sér svokallaðan „neyðarhnapp“ en þá eyðast öll gögn og ummerki um notanda forritsins.

Lögreglan segir að útgöngubannið vegna kórónuveirunnar hefði óvænt hjálpað rannsókninni. Þannig voru fleiri grunaðir glæpamenn heima við þegar lögreglan framkvæmdi skyndilega innrás í húsakynni hinna meintu lögbrjóta og handtóku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×