Átta hundruð handtekin í háleynilegri lögreglurannsókn í Evrópu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2020 07:46 Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. AP/PeterDejong Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu náði lögreglan að brjótast inn í samskiptakerfi glæpamanna og hlera samskiptin. Átta hundruð manns hafa verið handtekin í þessari háleynilegu og umfangsmiklu aðgerð lögreglu. Rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Wil van Gemert aðstoðarframkvæmdastjóri Europol sagði á blaðamannafundi í Haag að með því að ná að brjótast inn í samskiptakerfið hefði lögreglan náð að koma í veg fyrir margvíslegt glæpsamlegt athæfi á borð við ofbeldisfullar árásir, spillingu, fíkniefnasölu og jafnvel tilraunir til manndráps. Í forritinu mátti lesa nákvæmlegar lýsingar á ofbeldisfullum hótunum um sýruárásir og limlestingar í tengslum við fíkniefnaskuldir. Rannsóknin varði í rúma þrjá mánuði en aldrei fyrr hefur lögreglan náð eins góðum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi í einni lögregluaðgerð. Um sextíu þúsund manns notuðu EnchroChat en því hefur nú verið lokað. Í forritinu gátu notendur sent skilaboð sín á milli sem eyddust sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Þeim stóð þá einnig til boða að nýta sér svokallaðan „neyðarhnapp“ en þá eyðast öll gögn og ummerki um notanda forritsins. Lögreglan segir að útgöngubannið vegna kórónuveirunnar hefði óvænt hjálpað rannsókninni. Þannig voru fleiri grunaðir glæpamenn heima við þegar lögreglan framkvæmdi skyndilega innrás í húsakynni hinna meintu lögbrjóta og handtóku. Lögreglumál Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu náði lögreglan að brjótast inn í samskiptakerfi glæpamanna og hlera samskiptin. Átta hundruð manns hafa verið handtekin í þessari háleynilegu og umfangsmiklu aðgerð lögreglu. Rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Wil van Gemert aðstoðarframkvæmdastjóri Europol sagði á blaðamannafundi í Haag að með því að ná að brjótast inn í samskiptakerfið hefði lögreglan náð að koma í veg fyrir margvíslegt glæpsamlegt athæfi á borð við ofbeldisfullar árásir, spillingu, fíkniefnasölu og jafnvel tilraunir til manndráps. Í forritinu mátti lesa nákvæmlegar lýsingar á ofbeldisfullum hótunum um sýruárásir og limlestingar í tengslum við fíkniefnaskuldir. Rannsóknin varði í rúma þrjá mánuði en aldrei fyrr hefur lögreglan náð eins góðum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi í einni lögregluaðgerð. Um sextíu þúsund manns notuðu EnchroChat en því hefur nú verið lokað. Í forritinu gátu notendur sent skilaboð sín á milli sem eyddust sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Þeim stóð þá einnig til boða að nýta sér svokallaðan „neyðarhnapp“ en þá eyðast öll gögn og ummerki um notanda forritsins. Lögreglan segir að útgöngubannið vegna kórónuveirunnar hefði óvænt hjálpað rannsókninni. Þannig voru fleiri grunaðir glæpamenn heima við þegar lögreglan framkvæmdi skyndilega innrás í húsakynni hinna meintu lögbrjóta og handtóku.
Lögreglumál Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent