Enski boltinn

Willian sá fyrsti í úrvalsdeildinni til að skora mark í hverjum einasta mánuði ársins

Ísak Hallmundarson skrifar
Willian hefur náð að skora í hverjum einasta mánuði í ensku deildinni.
Willian hefur náð að skora í hverjum einasta mánuði í ensku deildinni. vísir/getty

Brasilíumaðurinn Willian, leikmaður Chelsea, varð fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi til að skora mark í hverjum einasta mánuði ársins þegar hann skoraði tvö mörk í leik Chelsea og West Ham á miðvikudagskvöldið.

Willian hafði skorað í öllum mánuðum fyrir utan júní og júlí, þar sem vanalega er deildarkeppnin í fríi þessa mánuði, en núna vegna Covid-19 hefur verið brugðið út af vananum og er deildin í fullum gangi þessa stundina. Willian nýtti sér það og skoraði núna í lok júní gegn Manchester City og skoraði síðan tvö mörk í fyrradag, þann 1. júlí.

Hann er þar með eins og áður segir eini leikmaðurinn til þessa sem á mark í öllum mánuðum ársins í ensku deildinni. 

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.