Enski boltinn

Willian sá fyrsti í úrvalsdeildinni til að skora mark í hverjum einasta mánuði ársins

Ísak Hallmundarson skrifar
Willian hefur náð að skora í hverjum einasta mánuði í ensku deildinni.
Willian hefur náð að skora í hverjum einasta mánuði í ensku deildinni. vísir/getty

Brasilíumaðurinn Willian, leikmaður Chelsea, varð fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi til að skora mark í hverjum einasta mánuði ársins þegar hann skoraði tvö mörk í leik Chelsea og West Ham á miðvikudagskvöldið.

Willian hafði skorað í öllum mánuðum fyrir utan júní og júlí, þar sem vanalega er deildarkeppnin í fríi þessa mánuði, en núna vegna Covid-19 hefur verið brugðið út af vananum og er deildin í fullum gangi þessa stundina. Willian nýtti sér það og skoraði núna í lok júní gegn Manchester City og skoraði síðan tvö mörk í fyrradag, þann 1. júlí.

Hann er þar með eins og áður segir eini leikmaðurinn til þessa sem á mark í öllum mánuðum ársins í ensku deildinni. 

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.