Enski boltinn

Manchester City stóð heiðursvörð fyrir Liverpool

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Liverpool labba inn á völlinn í kvöld. 
Leikmenn Liverpool labba inn á völlinn í kvöld.  getty/Peter Powell

Leikmenn og þjálfarar Manchester City stóðu heiðursvörð í kringum leikmenn Liverpool þegar þeir löbbuðu inn á völlinn fyrir leik liðanna sem hófst kl. 19:15 í kvöld. 

Það fór varla framhjá neinum að Liverpool varð Englandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár síðasta fimmtudag, eftir tap City gegn Chelsea.

Ekkert lið hefur orðið meistari eftir jafnfáa leiki í ensku úrvalsdeildinni en hefðin er sú að liðin sem mæta meisturunum í næsta leik standi heiðursvörð. Það kom í hlut Manchester City í kvöld.

Guardiola klappar fyrir Englandsmeisturunumgetty/Dave Thompson

Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Manchester City, en mörkin gerðu Kevin de Bruyne, Raheem Sterling og Phil Foden. 

getty/Laurence Griffiths


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.