Enski boltinn

Aftur fékk Gylfi lof fyrir frammistöðu sína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi skoraði af miklu öryggi úr vítinu.
Gylfi skoraði af miklu öryggi úr vítinu. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað vel í liði Everton eftir kórónuveiruna og hann fékk aftur hrós fyrir sína spilamennsku í gær.

Gylfi var kominn í byrjunarliðið er Everton vann 2-1 sigur á Leicester. Gylfi kom af bekknum í síðustu helgi og fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína.

Richarlison skoraði fyrsta mark leiksins eftir undirbúning hins unga Anthony Gordon og Hafnfirðingurinn skoraði svo annað markið úr vítaspyrnu.

Miðjumaðurinn var einn fimm leikmanna Everton sem fá sjö í einkunn frá Liverpool Echo en Jordan Pickford, Alex Iwobi, Dominic Calvert-Lewin og Richarlison fengu einnig sjö.

„Afgreiddi vítið af mikilli ró til þess að koma Everton í 2-0 í fyrri hálfleiknum sem var frábær hálfleikur hjá íslenska landsliðsmanninum. Síðari hálfleikurinn var meiri skjálfti hjá Everton en framlag Gylfa var mikilvægt,“ segir í umsögninni.

Seamus Coleman, Michael Keane, Mason Holgate, Lucas Digne og Anthony Gordon fengu allir átta í einkunn. Andre Gomes fékk lægstu einkunn byrjunarliðs Everton eða sex.

Everton hefur nú unnið tvo leiki í röð og er taplaust í fyrstu þremur leikjunum eftir kórónuveiruna en liðið situr í 11. sæti deildarinnar með 44 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.