Enski boltinn

Einungis þrír leik­menn fengu hærri ein­kunn en Gylfi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson spilaði síðari hálfleikinn og gerði vel gegn Norwich.
Gylfi Sigurðsson spilaði síðari hálfleikinn og gerði vel gegn Norwich. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum í hálfleik í gær er Everton vann 1-0 sigur á Norwich á útivelli en Gylfi Þór lét til sín taka.

Gylfi hefur verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjum Everton eftir kórónuveiruna en honum var skipt inn á fyrir arfaslakan Tom Davies í hálfleik gegn Norwich á útivelli í gær.

Staðan var markalaus í hálfleik en allt annað var að sjá Everton í síðari hálfleiknum. Sigurmarkið skoraði svo Michael Keane eftir hornspyrnu en Everton er í 10. sæti deildarinnar með 41 stig.

„Hafði áhrif á miðju Everton er hann kom inn á. Hans ró þegar Everton var með boltann var lykillinn og var öflugur varnarlega,“ sagði í umsögn Liverpool Echo um Íslendinginn.

Einungis Michael Keane, Lucas Digne og Alex Iwobi fengu hærri einkunn en Gylfi eða átta. Gylfi fékk sjö ásamt Seamus Coleman og Mason Holgate. Moise Kean og Tom Davies fengu lægstu einkunn; fimm í einkunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×