Veður

Skjálfti að stærð 3,1 mældist við Gjögurtá í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
jarpCapture

Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu er enn yfirstandandi. Laust eftir klukkan fjögur í nótt mældist skjálfti upp á 3,1 rúma tuttugu kílómetra norðvestur af Gjögurtá. 

Laust eftir klukkan sex í morgun mældist síðan annar skjálfti sem upp á 2,8 á sama stað.

Fjöldi smáskjálfta var fyrir norðan í nótt, einkum í námunda við Gjögurtá.

Líkur eru á stærri skjálftum á svæðinu að mati náttúruvársérfræðinga.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.