Enski boltinn

Loksins lét Neville aftur sjá sig og óskaði Liverpool til hamingju

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville lét loksins sjá sig í gær.
Gary Neville lét loksins sjá sig í gær. vísir/getty

Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur ekki farið mikinn eftir að Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í síðustu viku en nú er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið.

Neville hefur ekki farið leynt með hatur sitt á Liverpool en hann og Jamie Carragher, einnig sparkspekingur Sky Sports, hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í útsendingum stöðvarinnar.

Þegar ljóst var að Liverpool varð meistari í síðustu viku þá hefur Gary verið hlédrægur en hann var mættur aftur fram á sjónarsviðið í gær.

„Hvernig hefur þetta verið síðustu daga? Þetta hefur augljóslega ekki verið frábært!“ sagði Neville er hann fjallaði um leik Brighton og Manchester United í gærkvöldi.

„Þetta er ótrúlegt afrek. Þetta hefur verið að gerjast síðustu ár. Þeir voru að banka á dyrnar á síðsata ári og Manchester City þurftu þeirra besta leik. Jurgen Klopp hefur breytt 30 milljóna punda leikmönnum í 130 milljóna punda leikmenn og 75 milljóna punda leikmönnum í 150.“

„Innkaupin hafa verið frábær, þjálfunin frábær og þetta kemur allt frá stjóranum. Þetta er dagur sem mér líkar ekki vel við - ég sá of mikið af þessu þegar ég var yngri - en þú verður að óska þeim til hamingju.“

„Þeir hafa verið klárlega besta liðið á leiktíðinni. Það sem Jurgen Klopp hefur gert er frábært. Hann kom inn fyrir fjórum árum síðan og ég hélt ekki að Liverpool gæti unnið deildina. Mér leið eins og öll önnur liðin hefðu meira peninga á milli handanna en þeir.“

„Þeir eru frábært lið sem hefur verið gaman að horfa á síðustu þrjú ár en erfitt fyrir mig. Þetta hefur verið á leiðinni. Þegar þeir fóru í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og töpuðu glotti ég en þegar þeir unnu Mieistaradeildina og eru núna verðskuldaðir meistarar, geturðu bara óskað þeim til hamingju,“ sagði Neville.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.