Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2020 20:12 Remdesivir þykir gagnlegt í baráttunni gegn Covid-19. EPA/MOHAMED HOSSAM Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, einu af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær en Guardian fjallar um málið á vef fjölmiðilsins í kvöld. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi keypt 100 prósent af áætlaðri framleiðslu Gilead á Remdesivir í júlí og 90 prósent af áætlaðri framleiðslu í ágúst og september. Alls er um að ræða rétt yfir 500 þúsund meðferðarskammta. Í tilkynningunni segir að þar með sé sjúkrahúsum í Bandaríkjunum gert kleift að nálgast lyfið. Remdesivir er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19 og er það talið flýta bata þeirra sem þjást af Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Gilead hefur þó náð samkomulagi við ýmis lyfjafyrirtæki um að þau megi framleiða lyfið til dreifingar í 127 ríkjum heimsins sem falli undir ákveðin tekjuviðmið eða aðgangur að heilbrigðisþjónustu er af skornum skammti. Í frétt Guardian er haft eftir Dr. Andrew Hill hjá Háskólanum í Liverpool að þar með sé nær ekkert eftir fyrir Evrópu en fyrstu 140 þúsund skammtarnir sem framleiddir voru voru sendir víðsvegar um heimin svo hægt væri að rannsaka virkni lyfsins, þeir skammtar eru nú uppurnir að því er fram kemur í frétt Guardian. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkin grátt en þar hafa um 2,5 milljón tilfelli verið staðfest og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19. Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, einu af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær en Guardian fjallar um málið á vef fjölmiðilsins í kvöld. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi keypt 100 prósent af áætlaðri framleiðslu Gilead á Remdesivir í júlí og 90 prósent af áætlaðri framleiðslu í ágúst og september. Alls er um að ræða rétt yfir 500 þúsund meðferðarskammta. Í tilkynningunni segir að þar með sé sjúkrahúsum í Bandaríkjunum gert kleift að nálgast lyfið. Remdesivir er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19 og er það talið flýta bata þeirra sem þjást af Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Gilead hefur þó náð samkomulagi við ýmis lyfjafyrirtæki um að þau megi framleiða lyfið til dreifingar í 127 ríkjum heimsins sem falli undir ákveðin tekjuviðmið eða aðgangur að heilbrigðisþjónustu er af skornum skammti. Í frétt Guardian er haft eftir Dr. Andrew Hill hjá Háskólanum í Liverpool að þar með sé nær ekkert eftir fyrir Evrópu en fyrstu 140 þúsund skammtarnir sem framleiddir voru voru sendir víðsvegar um heimin svo hægt væri að rannsaka virkni lyfsins, þeir skammtar eru nú uppurnir að því er fram kemur í frétt Guardian. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkin grátt en þar hafa um 2,5 milljón tilfelli verið staðfest og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19.
Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02
Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27