Íslenski boltinn

Björgvin lánaður til KV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin (til hægri) varð Íslandsmeistari með KR í fyrra.
Björgvin (til hægri) varð Íslandsmeistari með KR í fyrra. vísir/bára

Íslandsmeistarar KR hafa lánað framherjann Björgvin Stefánsson til 3. deildarliðs KV.

Björgvin hefur ekkert leikið með KR á þessu tímabili vegna meiðsla. Vonast er til þess að hann geti komist aftur af stað hjá KV.

Félagaskiptaglugginn verður opnaður aftur í ágúst og þá getur KR kallað Björgvin aftur til baka.

Björgvin hefur leikið 28 leiki með KR í Pepsi Max-deildinni og skorað níu mörk. Hann lék áður með Haukum, BÍ/Bolungarvík, Þrótti R. og Val.

KV er með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í 3. deildinni. Liðið tapaði fyrir Reyni S., 3-4, g vann Hött/Hugin, 0-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.