Enski boltinn

Klopp segir Liver­pool ekki þurfa né vilja eyða mörgum milljónum í leik­menn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp mætir á æfingasvæði Liverpool skömmu eftir að félagið varð enskur meistari.
Klopp mætir á æfingasvæði Liverpool skömmu eftir að félagið varð enskur meistari. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að liðið geti ekki eytt tugum milljóna í nýja leikmenn í sumar og segir enn fremur að hann þurfi þess ekki.

Liverpol varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í vikunni en kórónuveirufaraldurinn mun væntanlega hafa mikil áhrif á félagaskiptamarkaðinn í sumar.

Xherdan Shaqiri og Adam Lallana eru að öllum líkindum á leið burt frá félaginu í sumar en Klopp segir að hann hafi nóg af mönnum til þess að spila.

„COVID mun hafa áhrif á báðar hliðar; á þá sem koma og fara, og það er eðlilegt. Það er ekki líklegt að félagaskiptamarkaðurinn verði mjög öflugur í sumar,“ sagði Klopp.

„Mögulegar síðar á þessu ári, ef markaðurinn er enn opinn, þá vitum við meira en líttu á hópinn. Þetta er ekki hópur sem þú segir: Við þurfum leikmann í þessa stöðu og þessa stöðu. Við erum ekki með byrjunarlið heldur eigum sextán til sautján leikmenn sem geta allir spilað á sama stigi.“

„Við getum ekki eytt milljónum og milljónum því við viljum það eða höldum að það sé gott. Við höfum aldrei viljað það. Við viljum styrkja liðið og þetta lið er sterkt. Vandamálið við sterkt lið er hvernig þú bætir það á markaðnum?“

„Það tengist peningum, augljóslega, en þetta snýst ekki bara um peninga. Þú verður að vera hugmyndaríkur og finna lausnir innan liðsins. Það eru margir á leiðinni og þrír eða fjórir leikmenn gætu tekið stórt skref.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×