Erlent

Að minnsta kosti 32 látnir eftir ferjuslys í Bangladess

Andri Eysteinsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum í Búrígangafljóti í dag.
Frá björgunaraðgerðum í Búrígangafljóti í dag. Getty/Anadolu

Hið minnsta 32 eru látnir og fleiri er saknað eftir að ferja sökk í Búrígangafljót við bangladessku höfuðborgina Dakka í dag.

Björgunarsveitir sem unnið hafa á staðnum segja að ferjan the Morning Bird hafi sokkið eftir árekstur við annan bát. Ferjan var á leið til höfuðborgarinnar með um fimmtíu manns innanborðs. BBC greinir frá því að fjöldi farþega hafi verið fastir inn á káetum sínum á meðan að ferjan sökk.

Kafarar hafa unnið við björgunarstörf og hafa lík þrjátíu og tveggja farþega fundist en enn er talið að 20 sé saknað eftir slysið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.