Fjórir útisigrar í Lengjudeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. júní 2020 18:02 Þórsarar gerðu góða ferð austur í dag. Heimasíða Þórs/Páll Jóhannesson Fjórum leikjum lauk nú rétt í þessu í Lengjudeild karla í fótbolta þar sem gestaliðið vann í öllum tilfellum. Á Grenivík var Fram í heimsókn og var mikið fjör í fyrri hálfleiknum þar sem Alexander Már Þorláksson kom Fram í forystu á 8.mínútu. Enski sóknarmaðurinn Kairo John var fljótur að jafna metin fyrir heimamenn en Aron Snær Ingason kom gestunum aftur í forystu á 20.mínútu. Reyndust 1-2 lokatölur leiksins eftir mikla orrahríð heimamanna á lokakaflanum. Í Ólafsvík vann Keflavík stórsigur, 0-4, eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn. Joey Gibbs kom Keflavík yfir með marki úr vítaspyrnu á 48.mínútu og Keflvíkingar gerðu þrjú mörk á síðustu 10 mínútum leiksins. Í Fjarðabyggðahöllinni voru Þórsarar í heimsókn hjá Leikni F. Heimamenn komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en varnarmaðurinn Bjarki Þór Viðarsson sá til þess að Þórsarar færu með forystu í leikhléið en hann skoraði á 8. og 11.mínútu. Arek Grzelak jafnaði metin fyrir Leikni F. með marki úr vítaspyrnu á 63.mínútu en gestirnir voru fljótir að ná forystunni aftur þegar Jóhann Helgi Hannesson, nýkominn inná sem varamaður, var réttur maður á réttum stað í vítateig heimamanna. Lokatölur 2-3 fyrir Þór. Í Mosfellsbænum lentu Eyjamenn í kröppum dansi gegn Aftureldingu en sterklega er búist við því að ÍBV muni vinna deildina með yfirburðum í ár. Víðir Þorvarðarson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og leiddu þeir leikinn allt þar til á 76.mínútu þegar Hafliði Sigurðarson jafnaði metin fyrir heimamenn. Telmo Castanheira tryggði gestunum sigurinn með marki skömmu síðar, eða á 79.mínútu og Eyjamenn því með fullt hús stiga eftir tvo leiki, líkt og Þórsarar, Keflvíkingar og Framarar. Íslenski boltinn Fótbolti Lengjudeildin Þór Akureyri Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Fjórum leikjum lauk nú rétt í þessu í Lengjudeild karla í fótbolta þar sem gestaliðið vann í öllum tilfellum. Á Grenivík var Fram í heimsókn og var mikið fjör í fyrri hálfleiknum þar sem Alexander Már Þorláksson kom Fram í forystu á 8.mínútu. Enski sóknarmaðurinn Kairo John var fljótur að jafna metin fyrir heimamenn en Aron Snær Ingason kom gestunum aftur í forystu á 20.mínútu. Reyndust 1-2 lokatölur leiksins eftir mikla orrahríð heimamanna á lokakaflanum. Í Ólafsvík vann Keflavík stórsigur, 0-4, eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn. Joey Gibbs kom Keflavík yfir með marki úr vítaspyrnu á 48.mínútu og Keflvíkingar gerðu þrjú mörk á síðustu 10 mínútum leiksins. Í Fjarðabyggðahöllinni voru Þórsarar í heimsókn hjá Leikni F. Heimamenn komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en varnarmaðurinn Bjarki Þór Viðarsson sá til þess að Þórsarar færu með forystu í leikhléið en hann skoraði á 8. og 11.mínútu. Arek Grzelak jafnaði metin fyrir Leikni F. með marki úr vítaspyrnu á 63.mínútu en gestirnir voru fljótir að ná forystunni aftur þegar Jóhann Helgi Hannesson, nýkominn inná sem varamaður, var réttur maður á réttum stað í vítateig heimamanna. Lokatölur 2-3 fyrir Þór. Í Mosfellsbænum lentu Eyjamenn í kröppum dansi gegn Aftureldingu en sterklega er búist við því að ÍBV muni vinna deildina með yfirburðum í ár. Víðir Þorvarðarson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og leiddu þeir leikinn allt þar til á 76.mínútu þegar Hafliði Sigurðarson jafnaði metin fyrir heimamenn. Telmo Castanheira tryggði gestunum sigurinn með marki skömmu síðar, eða á 79.mínútu og Eyjamenn því með fullt hús stiga eftir tvo leiki, líkt og Þórsarar, Keflvíkingar og Framarar.
Íslenski boltinn Fótbolti Lengjudeildin Þór Akureyri Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki