Innlent

Ógnaði starfsfólki með hnífi og stal flöskum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglan handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa farið inn á tvo vínveitingastaði og hótað þar starfsfólki með hnífi og stolið áfengisflöskum. Í heildina virðist hafa verið nóg að gera hjá lögregluþjónum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Í dagbók lögreglunnar segir að tilkynning um líkamsárás hafi borist um klukkan sex í gær. Sá sem fyrir árásinni varð var bólginn í andliti og með brotna tönn. Hann var þar að auki mjög ölvaður og var ekki hægt að fá framburð frá honum vegna árásarinnar. Farið var með hann á bráðadeild en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi.

Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás við veitingahús í Hafnarfirði. Þar var kona slegin í andlitið en gerandi var farinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði. Konan var færð á Bráðadeild til aðhlynningar.

Lögregluþjónar stöðvuðu ökumann á Skúlagötu á sjötta tímanum í gær. Sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur hann ítrekað verið gómaður í umferðinni, án þess að vera með ökuréttindi.

Minnst tveir aðrir ökumenn sem einnig eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna voru stöðvaðir í nótt. Báðir þeirra hafa ítrekað verið teknir í akstri án réttinda. Annar þeirra var þar að auki á ótryggðum bíl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×