Íslenski boltinn

Njarð­vík vann stór­leikinn og engin bikar­þynnka í Kór­drengjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur.
Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur. vísir/skjáskot

Njarðvík er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í 2. deild karla eftir að hafa unnið öflugan útisigur á Selfossi í dag, 2-1.

Selfyssingar komust yfir með marki frá markahróknum Hrvoje Tokic á 29. mínútu en Atli Freyr Ottesen Pálsson jafnaði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og á fjórðu mínútu síðari hálfleiks kom Kenneth Hogg Njarðvíkingum yfir. Lokatölur 2-1.

Njarðvík er með sex stig en Selfoss þrjú eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Víðir vann 1-0 sigur á KF með marki frá Guyon Philips en þetta voru fyrstu þrjú stig Víðis. KF er án stiga líkt og Völsungur sem tapaði 2-4 fyrir Haukum á heimavelli. Haukarnir eru með sex stig.

Fjarðabyggð vann 4-1 sigur á ÍR eftir að hafa leitt 4-0 í hálfleik og Kórdrengir höfðu betur gegn Dalvík/Reyni á heimavelli. Bikarleikurinn gegn ÍA stóð ekkert í Kórdrengjunum sem eru með sex stig eftir fyrstu tvo leikina.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.