Íslenski boltinn

Lengjudeild kvenna: Afturelding og Haukar með sigra

Ísak Hallmundarson skrifar
Haukastelpur unnu góðan sigur í kvöld. 
Haukastelpur unnu góðan sigur í kvöld.  mynd af heimasíðu hauka

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Afturelding og Haukar unnu góða sigra en það var jafntefli í Skagafirði og á Akranesi.

Haukar fóru í heimsókn í Grafarvoginn til Fjölnis. Elín Klara Þorkelsdóttir kom Haukum yfir á 21. mínútu og á 59. mínútu varð Ásta Sigrún Friðriksdóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark og kom hún Haukum þannig í 2-0 sem urðu lokatölur leiksins. 

Afturelding vann góðan 2-0 heimasigur á Víkingi Reykjavík. Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu og Kaela Lee Dickerman innsiglaði sigur Aftureldingar á 63. mínútu. 

Norður í Skagafirði gerðu Tindastóll og Keflavík jafntefli, 1-1, og var sama niðurstaða upp á teningnum á Skipaskaga þar sem ÍA og Grótta mættust, en Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin fyrir Skagastelpur á 84. mínútu.

Staðan í deildinni eftir tvær umferðir er þannig að Keflavík eru í 1. sæti með 4 stig, líkt og Haukar og Grótta sem eru í 2. og 3. sæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×