Íslenski boltinn

Sjáðu víta­spyrnu­dramað í Ólafs­vík er bikar­meistararnir fóru naum­lega á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Víkingar fagna sigrinum í gær.
Víkingar fagna sigrinum í gær. vísir/s2s

Það var mikil dramatík í Ólafsvík í gær er nafnaliðin Víkingur Reykjavík og heimamenn í Víkingi Ólafsvík mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Heimamenn komust yfir með glæsilegu marki frá Gonzalo Zamorano skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Víkingarnir jöfnuðu á fjórðu mínútu uppbótatíma með marki varamannsins Helga Guðjónssonar.

James Dale fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar en Reykjavíkur-Víkingar náðu ekki að koma inn marki fyrir lok framlengingarinnar. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Harley Willard klúðraði þriðja víti Ólsara en Brynjar Atli varði frá Loga Tómassyni í sömu umferð. Í sjöttu umferðinni klúðraði svo Daníel Snorri Guðlaugsson fyrir heimamenn og Viktor Örlygur Andrason tryggði Víkingum sigurinn.

Vítaspyrnukeppnina má sjá í heild sinni hér að neðan en Mjólkurbikarmörkin fara fram klukkan 20.00 í kvöld þar sem farið er yfir alla sextán leikina í 32-liða úrslitunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.