Innlent

Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
Tilkynning um eldsvoðann barst á klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum.
Tilkynning um eldsvoðann barst á klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Vísir/Vilhelm

Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru tveir handteknir á vettvangi fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögregluþjóna en sleppt eftir skýrslutökur. Einn er í haldi í þágu rannsóknarinnar og mun liggja fyrir í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum.

Tilkynning um eldsvoðann barst á klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Þá lagði mikinn reyk frá húsinu. Allt tiltekt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang.

Í tilkynningunni segir að ekki verði frekari upplýsingar veittar að svo stöddu.

Fréttablaðið sagði frá því í morgun að samkvæmt Þjóðskrá séu 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu. Langstærstur hluti þeirra séu með erlent vegabréf en íslenska kennitölu.


Tengdar fréttir

Húsið rifið að stórum hluta

Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Búið að slökkva eldinn að mestu

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Slökkvilið vinnur þó enn á vettvangi.

Efling hefur haft áhyggjur af aðbúnaði í húsinu sem brann

Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.