Innlent

Handtóku mann í rússneska sendiráðinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan handtók mann í rússneska sendiráðinu.
Lögreglan handtók mann í rússneska sendiráðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í sendiráði Rússlands við Túngötu í Reykjavík í dag. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest frá lögreglunni.

Þrír lögregluþjónar báru manninn út úr sendiráðinu í hand- og fótajárnum.

Í myndbandi sem Fréttablaðið birtir af atvikinu sést þegar lögreglumennirnir lyfta manninum inn í lögreglubíl eftir að hafa lagt hann á magann fyrir utan bílinn.

Uppfært klukkan 19:28:

Ekki fengust frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði eftir þeim hjá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×