Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 19:52 Leikmenn Breiðabliks eru komnir í sóttkví. VÍSIR/BÁRA Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020 Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira
Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020
Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira