Íslenski boltinn

Glöggur Atli bjargaði FH frá því að vera dæmdir úr Mjólkur­bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli með boltann í leik síðasta sumar.
Atli með boltann í leik síðasta sumar. vísir/bára

Glöggsemi Atla Guðnasonar, framherja FH, bjargaði félaginu frá því að vera dæmdir úr leik í Mjólkurbikarnum í gær en liðið vann 2-1 sigur á Þrótti í 32-liða úrslitunum. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf.

Pétur Viðarsson átti að vera í leikmannnahópi FH í leiknum í gær eins og sást á Twitter-síðu FH fyrir leikinn í gær en Pétur átti að byrja á bekknum.

Atli var fljótur til og lét þjálfarateymi FH að það gengi ekki upp, því Pétur var í leikbanni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í fyrra.

Atla hringdi í Guðlaug Baldursson, aðstoðaþjálfara FH, og benti honum á þetta. FH-ingar voru fljótir til og tóku Pétur af leikskýrslunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.